Nýjast á Local Suðurnes

Flugvél Condor-air lenti með meðvitundarlausan farþega í Keflavík

Boeing 767 flugvél þýska flugfélagsins Condor-air lenti á Keflavíkurflugvelli nú fyrir stundu, eftir að farþegi um borð hafði misst meðvitund. Vélin var á leið frá Þýskalandi til Las Vegas í Bandaríkjunum.

Töluverður viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna þessa, en sjúkrabíll ásamt lækni og hjúkrunarfræðingi komu á staðinn og var farþeginn tekinn frá borði og hann fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. Ekki er vitað um líðan farþegans á þessari stundu.