Nýjast á Local Suðurnes

Hvetur sóðana til að koma og þrífa eftir sig – Myndir!

Eigandi bílaþvottastöðvarinnar Bílabaðið hvetur tvo einstakinga sem nýttu sér starfsstöð fyrirtækisins í Njarðvík til þess að þrífa málningu úr bíl að koma við og þrífa eftir sig, en viðskilnaðurinn var að mati eigandans langt frá því að vera ásættanlegur.

Eigandinn nýtir sér samfélagsmiðilinn Facebook til þess að koma skilaboðunum á framfæri, en þar er að finna upplýsingar um hvernig einstaklingarnir tveir geta haft samband.

Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan hefur eigandi þvottastöðvarinnar nokkuð til síns máls, en málning var innan sem utandyra á þvottaplaninu auk þess sem kústar voru ónýtir eftir athæfið.