Tveggja ára skilorð fyrir fölsuð strætókort
Erlendur karlmaður var á dögunum dæmdur, í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir tilraun til skjalafals, með því að hafa staðið að innflutningi á tveimur fölsuðum strætókortum.
Maðurinn játaði að hafa ætlað nota kortin til að blekkja í lögskiptum á Íslandi. Fölsuð strætókortin flutti maðurinn til landsins sem farþegi með flugi frá Varsjá, Póllandi, í farangri sínum.
Að mati dómara taldist hæfileg refsing vera 30 daga fangelsi, en þar sem maðurinn hafði ekki brotið af sér hér á landi áður mun refsingin vera skilorðsbundin í tvö ár.