Bílvelta á Reykjanesbraut og árekstur á Grindavíkurvegi

Tvö umferðaróhöpp urðu í gærmorgun í umdæmi lögreglunnar á Reykjanesi. Bílvelta varð á Reykjanesbraut um klukkan hálf níu. Einn var í bifreiðinni og slapp hann án alvarlegra meiðsla. Hann var engu að síður fluttur undir læknishendur til skoðunar.
Þá var ekið aftan á gröfu á Grindavíkurveginum um sama leyti. Einn var að sama skapi í bifreiðinni en hann kenndi sér ekki meins. Þetta kemur fram á mbl.is.