Nýjast á Local Suðurnes

Íbúðir á Ásbrú ruku út – Um 200 manns mættu á opið hús

Átta íbúðir sem fasteignafélagið 235 Fasteignir setti á sölu á Ásbrú seldust upp á þremur dögum. Um 200 manns mættu til að skoða íbúðirnar á opnu húsi. Kaupendur íbúðanna voru aðallega fjölskyldufólk af Suðurnesjum að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Íbúðirnar átta eru fyrstu íbúðirnar, af um þjátíu, sem 235 Fasteignir hyggst selja á gamla varnarliðssvæðinu. Íbúðirnar eru 89 – 95 fermetrar að stærð og var ásett verð þeirra frá 22 milljónum króna. Íbúðaverðið er töluvert lægra en gengur og gerist á Suðurnesjum sem og höfuðborgarsvæðinu. Gríðarleg uppbygging hefur verið á Ásbrú frá því að varnarliðið yfirgaf svæðið en nú búa þar um 2.700 manns.