Nýjast á Local Suðurnes

34.000 skjálftar á hálfum mánuði

Í dag fór heildarfjöldi skjálfta yfir 34.000 í þeirri hrinu sem hófst á Reykjanesskaga fyrir um tveimur vikum. Þetta eru fleiri skjálftar en mældust á svæðinu allt árið 2020 sem þó einkenndist af óvenju mikilli skjálftavirkni.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu veðurstofunnar. Til samanburðar mældust um 3.400 skjálftar árið 2019 á Reykjanesskaganum og ef horft er aftur til áranna 2019-2014 er fjöldi skjálfta á bilinu 1.000-3.000 á ári.