Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær styrkir Keflavík um 10 milljónir króna

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að styrkja Keflavík íþrótta- og ungmennafélag um 10 milljónir króna á grundvelli erindis sem barst frá félaginu.

Ársreikningur félagsins vegna 2020 leiðir í ljós að félagið skilar neikvæðri afkomu upp á 5,3 milljónir króna. Fimleikadeildin skilaði neikvæðri afkomu upp á 7.000.000 króna og því nauðsynlegt að bregðast við. Ráðið beinir því til aðalstjórnar að styrkurinn verði nýttur þar sem þörfin er mest innan félagsins.