Nýjast á Local Suðurnes

Framsóknarfólk í Reykjanesbæ styður Sigurð Inga í formannsslagnum

Núverandi þingmenn Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi.

Framsóknarfélag Reykjanesbæjar skorar á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi. Þetta var gert á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær.

Það er fréttavefurinn Vísir sem greinir frá þessu og samkvæmt heimildum blaðamanna vefsins var Sigurður Ingi gestur fundarins en hafði vikið af fundi áður en yfirlýsingin var samþykkt.