Nýjast á Local Suðurnes

“Ekki auðvelt að ganga beinu brautina” – Styrkjum Fjölsmiðjuna í Reykjavíkurmaraþoni

Rauði Krossinn styrkti Fjölsmiðjuna á dögunum

Fjölsmiðjan á Suðurnesjum er eitt af þeim fjölsmörgu góðgerðarfélögum sem heita má á í Reykjavíkurmaraþoni sem fer fram næstkomandi laugardag, 20. ágúst. Líkt og áður renna áheitin óskert til þess að lífga upp á líf þeirra ungmenna sem hjá okkur vinna, segir í tilkynningu frá Fjölsmiðjunni.

Þar segir einnig að “Við trúum því að þeir velunnarar okkar sem eru aflögufærir styðji okkur til góðra verka nú sem áður. Hlaupamottóið okkar er KEMST ÞÓTT HÆGT FARI og á það líka við um okkur öll. Við förum ekki öll jafnhratt eða göngum alltaf auðveldlega beinu brautina en með aðstoð og íhlutun tekst okkur að beina fleirum til betri vegar.”

Hægt er að notast við tengilinn hér fyrir neðan til að styrkja Fjölsmiðjuna.

https://www.hlaupastyrkur.is/…/charity/41/fjolsmidjan-a-sud…