Nýjast á Local Suðurnes

Einar og Friðrik hlutu silfurmerki KKÍ

Mynd: KKD Njarðvíkur

Þing Körfuknattleikssambands Íslands var haldið í Laugardal um helgina, en á meða þess sem fram fór voru heiðursveitingar að tillögu stjórnar KKÍ.

Njarðvíkingarnir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur og Friðrik Pétur Ragnarsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hlutu silfurmerki KKÍ fyrir sitt framlag til körfuknattleiksíþróttarinnar í landinu. Þá hlaut Keflvíkingurinn Einar Bjarkason sömu viðurkenningu.