Nýjast á Local Suðurnes

Um 15.000 manns hafa tekið þátt í könnun um veggjöld – Taktu þátt hér!

Mynd: Skjáskot Youtube

Veggjöld hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri en til stendur að greiða atkvæði um hvort gjöldin verði sett á stofnæðar út úr höfuðborginni á Alþingi fljótlega eftir áramót.

Þórólfur Júlían Dagsson skellti í könnun um málið sem hefur farið víða á Fésbókinni undanfarinn sólarhring eða svo og eru niðurstöðurnar nokkuð afgerandi eins og sjá má hér fyrir neðan. Um 15.000 manns hafa tekið þátt í könnuninni frá því á sunnudag, en mögulegt er að skella atkvæði á já eða nei næstu fimm dagana eða svo.