Nýjast á Local Suðurnes

Fá ekki að reisa 80 metra hátt mastur til vindorkurannsókna

Erindi frá HS Orku þar sem fyrirtækið óskaði eftir heimild til að reisa allt að 80 metra hátt mastur til að styðja við frekari vindorkurannsóknir á svæðinu í landi Staðar, vestan Grindavíkur var hafnað af skipulagsnefnd sveitarfélagsins.

Nefndin bendir á að ekki sé búið að marka stefnu um vindmyllur í Grindavík og að unnið sé að stefnumörkuninni í yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags og því var erindi fyrirtækisins hafnað.