Nýjast á Local Suðurnes

Opnar Hamborgarabúlluna í Reykjanesbæ

Mynd: tommi.is

Athafna- og veitingamaðurinn Tóm­as Tóm­as­son stefnir að opn­un Hamborgarabúllunnar í Reykjanesbæ á næstu misserum, en undirbúningur er í fullum gangi eftir því sem fram kemur í viðtali við veitingamanninn í Morgunblaðinu.

Staðsetning Búllunnar mun vera í Kefla­víkurhverfi. Búllubíllinn var staðsettur við Nettó í Krosasmóa síðastliðið sumar og gekk sá rekstur ágætlega.