Fjórir skjálftar yfir 4 að stærð í nótt

Alls hafa mælst um 800 jarðskjálftar á Reykjanesskaga frá miðnætti, þar af voru fjórir yfir 4 að stærð og 15 mældust yfir 3 að stærð.
Rétt um klukkan 3 í nótt mældust tveir skjálftar yfir stærð 4. Sá fyrri var klukkan 02:53 1,3 km suðvestur af Keili og var 4,3 að stærð. Sá seinni var í Fagradalsfjalli, klukkan 03:05, 4,6 að stærð, samkvæmt vef veðurstofu.