Nýjast á Local Suðurnes

Mikil skjálftavirkni á Reykjanesi undanfarnar vikur

Alls hafa mælst um 100 jarðskjálftar á Reykjanesskaga undanfarnar vikur. Þar af mældust tveir að stærð 4,5. Fjölmargir íbúar á Suðurnesjum urðu varir við skjálfta sem mældist 3,7 að stærð í dag í 20 skjálfta hrinu.

Á Reykjanesskaga mældust 35 skjálftar í síðustu viku, aðeins fleiri en í vikunni þar á undan þegar þeir voru fimmtán. Stærsti skjálftinn var 2,5 að stærð staðsettur í Sveifluhálsi vestan Kleifarvatns. Þar var nokkur virkni að kvöldi 15. janúar, en þá mældust fjórir skjálftar stærri en 2,0 að stærð og alls 15 skjálftar. Þann 18. janúar varð skammvinn hrina á Reykjaneshrygg um 70km SV Reykjanesi þar sem tveir stærstu skjálftar vikunnar að stærð 4,5 urðu. Í hrinunni mældust um 50 skjálftar, þar af einn skjálfti til viðbótar stærri en 4,0 og sjö skjálftar á milli 3 og 4 að stærð. Þann 14. janúar mældust einnig þrír skjálftar á Reykjaneshrygg af stærð 2,1-2,5 um 15 km SV af Reykjanesi í nágrenni við Eldey.