Nýjast á Local Suðurnes

Lokað fyrir heitt vatn vegna endurnýjunar stofnlagnar

Vegna endurnýjunar stofnlagnar þarf að loka fyrir heitt vatn Suðurnesjabæ, Keflavík og Ytri Njarðvík, í kvöld, mánudagskvöld 5. september kl. 21:30.

Flestir notendur ættu að vera komnir með vatn aftur fyrir kl. 12 þriðjudaginn 6. september, segir í tilkynningu frá HS Veitum.

Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem af þessu hljótast fyrir viðskiptavini, segir jafnframt í tilkynningunni.