Nýjast á Local Suðurnes

Strandhreinsunarátak Bláa hersins og Landverndar að hefjast

Landvernd og Blái herinn hleypa strandhreinsunarátakinu Hreinsum Ísland af stokkunum í annað sinn á Degi umhverfisins þann 25. apríl. Dagana 25. apríl  til 6. maí vekja Landvernd og Blái herinn athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi.

Átakinu verður hleypt af stokkunum við grunnskóla Grindavíkur miðvikudaginn 25. apríl kl. 10. Nemendur skólans og leikskólanemendur frá Króki og Laut taka þátt í dagskrárhöldum. Sveitarfélögin á Reykjanesi taka þátt í Norrænni strandhreinsun þann 5. maí næstkomandi.