Stöðva ljósbogaofn United Silicon vegna viðhalds – Uppkeyrsla fyrirhuguð í dag

Ljósbogaofn United Silicon verður tekinn út vegna skipulagðs viðhalds þann 6 júní frá kl 9.00 – 13.00. Uppkeyrsla og rekstur ofnsins hefur gengið mjög vel frá því að hann var gangsettur á ný eftir að rafskaut brotnaði þann 25. maí síðastliðinn. Stöðvunin nú er hluti af reglubundnu viðhaldi sem eykur áreiðanleika ofnsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Suðurnes.net hefur fyrirtækið náð að keyra ofnin á ásættanlegu afli undanfarna daga, en við þær aðstæður á ekki að berast lyktarmengun frá verksmiðjunni.