Stefán Arnar sá sem fannst látinn við Fitjar

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að Stefán Arnar Gunnarsson var sá sem fannst látinn í fjöruborðinu við Fitjabraut í Reykjanesbæ um helgina.
Leitað hafði verið að Stefáni síðan 3. mars síðastliðinn.
Frá þessu er greint í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar kemur fram að ekki sé talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti.