Íbúar Þórkötlustaðahverfis fá að sækja nauðsynjar

Íbúar í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík fá leyfi til að fara inn á sín heimili og sækja það allra nauðsynlegasta. Ítreka skal að almenningur hefur ekki leyfi til þess að fara á svæðið án fylgdar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum, en þar segir að einn úr hverri fjölskyldu getur farið inn í sitt hús og hafi um fimm mínútur til að sækja lífsnauðsynjar. Heimamaðurinn skal vera í fylgd með viðbragðsaðilum.
Mótstaður íbúa í Þórkötlustaðahverfi er á bílastæðunum við Fagradalsfjall á Suðurstrandarvegi.
Öðrum íbúum Grindavíkur verður ekki heimilt að fara inn í bæinn.