Nýjast á Local Suðurnes

Íbúar Þórkötlustaðahverfis fá að sækja nauðsynjar

Íbúar í Þór­kötlustaðahverfi í Grinda­vík fá leyfi til að fara inn á sín heim­ili og sækja það allra nauðsyn­leg­asta. Ítreka skal að al­menn­ing­ur hef­ur ekki leyfi til þess að fara á svæðið án fylgd­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um, en þar segir að einn úr hverri fjöl­skyldu get­ur farið inn í sitt hús og hafi um fimm mín­út­ur til að sækja lífs­nauðsynj­ar. Heimamaður­inn skal vera í fylgd með viðbragðsaðilum. 

Mótstaður íbúa í Þór­kötlustaðahverfi  er á bíla­stæðunum við Fagra­dals­fjall á Suður­strand­ar­vegi.  

Öðrum íbú­um Grinda­vík­ur verður ekki heim­ilt að fara inn í bæ­inn.