Loka Grindavíkurvegi í báðar áttir vegna framkvæmda

Fimmtudaginn og föstudaginn 27.-28. júlí er stefnt á að malbika báðar akreinar á Grindavíkurvegi. Veginum verður lokað til norðurs við Nesveg báða dagana og umferð til Grindavíkur frá Reykjanesbraut verður beint á þá akrein sem ekki er verið að vinna á hverju sinni.
Einnig verður lokað frá Norðurljósavegi inn á Grindavíkurveg. Hjáleið verður um Nesveg, Hafnaveg, Reykjanesbraut og Krýsuvíkurveg.
Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.57.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 05:00 til kl. 17:00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.