Nýjast á Local Suðurnes

Stór og stæðilegur leikmaður gengur til liðs við Njarðvík

Njarðvíkingar hafa samið við Myron Dempsey um að leika með liðinu í Dominos-deildinni í körfuknattleik. Dempsey er 203 cm á hæð og lék áður með liði Tindastóls.

Það er körfuboltavefurinn Karfan.is sem greinir frá þessu og þar kemur fram að Myron hafi leikið með Tindastól í fyrra þegar hann kláraði seinni hluta tímabilsins og svo allt tímabilið þar áður. Myron hefur á þessum tíma skorað um 20 stig á leik og tekið í kringum 10 fráköst að meðaltali.