Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík heldur áfram að næla í sterka leikmenn

Kvennaliði Grindavíkur í körfunni barst mikill liðsstyrkur á dögunum þegar miðherjinn Helga Einarsdóttir skrifaði undir samning við félagið. Helga sem er uppalinn á Sauðárkróki hefur undanfarin átta leikið með KR-ingum og var fyrirliði liðsins síðustu þrjú tímabil. Helga sem er 186 cm á hæð er sannkölluð frákastavél og mun sannarlega styrkja liðið mikið í baráttunni í teignum í vetur.

Lið Grindavíkur hefur tekið þó nokkrum breytingum frá síðasta vetri. Pálína Gunnlaugsdóttir er horfin á braut og þá er óvíst hvenær þær María Ben Erlingsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir verða leikhæfar á ný. Aftur á móti hefur Íris Sverrisdóttir snúið í heimahaga og þá hefur Keflavíkurmærin Ingunn Embla Kristínardóttir samið við liðið.