sudurnes.net
Grindavík heldur áfram að næla í sterka leikmenn - Local Sudurnes
Kvennaliði Grindavíkur í körfunni barst mikill liðsstyrkur á dögunum þegar miðherjinn Helga Einarsdóttir skrifaði undir samning við félagið. Helga sem er uppalinn á Sauðárkróki hefur undanfarin átta leikið með KR-ingum og var fyrirliði liðsins síðustu þrjú tímabil. Helga sem er 186 cm á hæð er sannkölluð frákastavél og mun sannarlega styrkja liðið mikið í baráttunni í teignum í vetur. Lið Grindavíkur hefur tekið þó nokkrum breytingum frá síðasta vetri. Pálína Gunnlaugsdóttir er horfin á braut og þá er óvíst hvenær þær María Ben Erlingsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir verða leikhæfar á ný. Aftur á móti hefur Íris Sverrisdóttir snúið í heimahaga og þá hefur Keflavíkurmærin Ingunn Embla Kristínardóttir samið við liðið. Meira frá SuðurnesjumKKD Grindavíkur skrifar undir samninga sem aldrei fyrrNjarðvíkingar semja við öflugan bakvörðNjarðvíkingar semja við nýjan KanaStór og stæðilegur leikmaður gengur til liðs við NjarðvíkBandaríkjamaður í GrindavíkNjarðvíkingar fá bakvörð frá EnglandiTveir erlendir leikmenn til NjarðvíkurGrindvíkingar semja við skotbakvörðKeflvíkingar hafa samið við nýjan erlendan leikmannAdam Eiður í Þór Þorlákshöfn