Nýjast á Local Suðurnes

Fíkniefnaleitarhundurinn Clarissa situr ekki auðum loppum

Fíkniefnaleitarhundur Lögreglustjórans á Suðurnesjum, Clarissa kemur víða við í hinum margvíslegustu verkefnum bæði fyrir embættið á Suðurnesjum og eins fyrir önnur lögregluembætti.

Clarissa tók þátt í 91 leit á árinu 2014 samkvæmt ársskýrslu Lögreglustjórans á Suðurnesjum, þar af voru 34 húsleitir, 22 bílaleitir og 8 sinnum var leitað á fólki.

Clarissa fór í 14 verkefni fyrir önnur umdæmi og má nefna sem dæmi að á árinu héldu hún og umsjónarkona hennar á hátíðina Grundarfjarðardagar á Grundarfirði. Þar var starfað með fjórum héraðs-lögreglumönnum ásamt einum lögreglumanni til viðbótar og þótti verkefnið ganga vel.