Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar endurnýja samninga við þrjá leikmenn

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur ekki slegið slöku við í samningamálum leikmanna að undanförnu, deildin hefur endurnýjað samninga við þrjá leikmenn liðsins fyrir komandi átök.. Samningarnir sem voru undirritaðir í þessari lotu eru við þá Magnús Má Traustason, Andrés Kristleifsson og Reggie Dupree eru til tveggja ára.

Magnús Már Traustason gekk til liðs við Keflavíkurliðið á síðasta tímabili og hefur dafnað vel innan liðsins. Hann var með 10.2 stig að meðaltali á síðasta tímabili hjá Keflavík, ásamt því að vera valinn besti leikmaður Unglingaflokks, mestu framfarir meistaraflokks og í Úrvalslið Keflavíkur á síðastliðnu lokahófi félagsins.

Andrés Kristleifsson gekk til liðs við Keflavíkurliðið 2014, en hann kom frá Hetti á Egilsstöðum. Andrés hefur reynst Keflavíkurliðinu góður styrkur innan sem utan vallar, bæði í meistaraflokk og yngri flokkum félagsins. Hann var með 2.9 stig að meðaltali á síðasta tímabili hjá Keflavík.

Reggie Dupree gekk til liðs við Keflavíkurliðið 2014, en hann kom frá Reyni í Sandgerði. Reggie hefur reynst liðinu góður styrkur og hefur bætt leik sinn jafnt og þétt með liðinu. Hann var valinn varnarmaður ársins og í úrvalslið Keflavíkur á síðastliðnu lokahófi félagsins. Reggie var með 11.5 stig að meðaltali á síðasta tímabili hjá Keflavík.