Nýjast á Local Suðurnes

Síldarvinnslan kaupir Vísir

Síld­ar­vinnsl­an hf. í Nes­kaupstað hef­ur keypt allt hluta­fé sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Vís­is hf. í Grinda­vík fyr­ir 20 millj­arða króna. Vaxta­ber­andi skuld­ir Vís­is hf. nema um 11 millj­örðum króna og nema viðskipt­in því sam­tals um 31 millj­arði króna.

Með viðskipt­un­um verður staða beggja fé­laga styrkt til framtíðar, að því er fram kem­ur í tikynn­ingu frá Síld­ar­vinnsl­unni til Kaup­hall­ar­inn­ar. Vís­ir verði rekið sem dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar.