Síldarvinnslan kaupir Vísir

Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur keypt allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. í Grindavík fyrir 20 milljarða króna. Vaxtaberandi skuldir Vísis hf. nema um 11 milljörðum króna og nema viðskiptin því samtals um 31 milljarði króna.
Með viðskiptunum verður staða beggja félaga styrkt til framtíðar, að því er fram kemur í tikynningu frá Síldarvinnslunni til Kauphallarinnar. Vísir verði rekið sem dótturfélag Síldarvinnslunnar.