Nýjast á Local Suðurnes

Þorbjörn hf. greiðir hæsta veiðigjaldið af Suðurnesjafyrirtækjum

Þorbjörn hf. í Grindavík greiðir mest í veiðigjald af sjávarútvegsfyrirtækjum á Suðurnesjum, en fyrirtækið greiðir rétt tæplega 175 milljónir króna vegna fiskveiðiársins 2014/2015. Þetta kemur fram í gögnum sem Fiskistofa birti fyrir helgi.

HB Grandi greiðir mest allra fyrirtækja á landinu, eða rúman milljarð króna. Næst á eftir kemur Síldarvinnslan, sem greiðir 729 milljónir, Þorbjörn hf. er númer 11 á listanum og Vísir hf. í Grindavík númer 13 með rétt tæplega 135 milljónir króna.

Í Reykjanesbæ greiðir Saltver ehf. mest, rúmar 13 milljónir króna. Í Garði greiðir Nesfiskur ehf. mest eða rétt rúmar 83 milljónir króna. Í Sandgerði er það svo Útgerðarfélag Sandgerðis sem greiðir mest eða um 10 milljónir króna.