Nýjast á Local Suðurnes

Bankarnir opna útibúin

Íslandsbanki og Landsbanki hafa opnað útibú sín fyrir viðskiptavini frá og með deginum í dag samhliða fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni.

Viðskiptavinir eru þó hvattir til að bóka sér tíma á vef bankana fyrir ráðgjöf, nýta áfram stafrænar lausnir fyrir alla helstu bankaþjónustu og virða sóttvarnarreglur.

Á vef Íslandsbanka kemur fram að fimmtudaginn 14. janúar verði viðskiptavinum boðin kennsla í öllum útibúum Íslandsbanka á stafrænar lausnir.