Nýjast á Local Suðurnes

Tveir öflugir skjálftar nálægt Grindavík

Grindvíkingar fundu vel fyrir tveimur jarðskjálftum um klukkan tíu í morgun. Báðir skjálftarnir mældust yfir 3 að stærð.

Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar varð fyrri skjálftinn klukkan 9:53 og var 3,5 að stærð. Óyfirfarin gögn sýna að skjálftinn átti upptök sín 3,1 kílómetra vestnorðvestur af Grindavík.

Seinni skjálftinn varð aðeins fjórum mínútum síðar, klukkan 9:57. Sá var stærri, 3,6 að stærð og átti upptök sín 2,5 kílómetra norðvestur af Grindavík.