Rúmlega 60 milljónum króna úthlutað úr Uppbyggingarsjóði

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja hefur úthlutað 60.450.000 króna til 37 verkefna á Suðurnesjum. Auglýst var eftir styrkumsóknum í október síðastliðnum og bárust 73 umsóknir hljóðuðu styrkbeiðnir upp á tæplega 227 milljónir króna.
Alls eru 14.250.000 sem fara í styrki til sjö verkefnanna sem flokkast undir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. 18.700.000 fara í styrki til 20 verkefna sem flokkast undir menningu og listir og 27.500.000 fara í styrki til 10 verkefna sem flokkast undir atvinnu- og nýsköpun.
Hér má nálgast lista yfir öll verkefni sem fengu styrki að þessu sinni.