Nýjast á Local Suðurnes

Feðginin Jana María og Guðmundur Hreinsson í Hljómahöll

Feðginin Jana María og Guðmundur Hreinsson efna til tónleika í tilefni 60 ára afmælis Guðmundar í kvöld, þriðjudaginn 3. október klukkan 20. Þeim til halds og trausts verður hljómsveitarstjórinn Magnús Kjartansson ásamt hljómsveit.

Hugljúf og skemmtileg kvöldstund þar sem farið verður yfir helstu lagasmíðar Guðmundar í gegnum tíðina í tali og tónum. Ekki missa af þessari hlýju skemmtun í heimahögunum í Hljómahöll þann 3.október nk.

Söngvarar: Jana María Guðmundsdóttir; Guðmundur Hreinsson. Hljómsveitarstjórn: Magnús Kjartansson.