Slæmt veður hefur áhrif á þúsundir flugfarþega
Millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll síðdegis hefur verið aflýst vegna slæmrar veðurspár.
Gert er ráð fyrir að þessar raskanir muni hafa áhrif á yfir 8 þúsund farþega.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðum Isavia og þeirra flugfèlaga sem eiga í hlut.