Nýjast á Local Suðurnes

Tveir handteknir eftir þjófnað á tugum gaskúta

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tvo menn vegna þjófnaðar á fjörutíu gaskútum úr sautján húsbílum í umdæminu í síðustu viku. Skilagjald fyrir hvern gaskút er 8.700 krónur.

Bílarnir eru í eigu tveggja bílaleiga og voru unnar skemmdir á þeim með því að spenna upp geymslurýmin þar sem kútarnir voru geymdir.