Nýjast á Local Suðurnes

Rokkað gegn ofbeldi – Stelpur rokka á Ásbrú helgina 21. – 24 júlí

Stelpur rokka! Búðirnar verða haldnar á Ásbrú dagana 21. júlí til 24. júlí. Þátttakendur læra á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, taka þátt í spennandi vinnusmiðjum, fá tónleikaheimsókn frá farsælum tónlistarkonum og taka að lokum upp frumsamið lag í Sundlauginni, einu flottasta upptökuveri Íslands.

Í fyrsta skipti er boðið upp á gistirokkbúðir fyrir 16 til 20 ára stelpur, trans og kynsegin ungmenni.

Þemað í gistirokkbúðunum er “Rokkað gegn ofbeldi”. Við ætlum að fræðast um þann frábæra aktívisma gegn kynbundu ofbeldi sem er búinn að eiga sér stað í samfélaginu síðustu ár: ‪#‎freethenipple‬ ‪#‎egerdrusla‬ ‪#‎þöggun‬

Góðir gestir munu koma í heimsókn í rokkbúðirnar og boðið verður upp á nýjar og spennandi vinnusmiðjur sem tengjast þemanu; sjálfsvörn, samþykki & heilbrigð sambönd og fleiri smiðjur. Viðmiðunarþátttökugjald er 25.000 krónur. Innifalið er rokkbúðadagskrá yfir daginn og kvölddagskrá öll kvöld, gisting og matur. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði.

Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg til að skrá þátttöku. Stelpur allstaðar af á landinu eru velkomnar! Þátttakendur sjá um að koma sér til og frá Suðurnesjum.

Rokkbúðir gegn ofbeldi eru í samstarfi við Karioka Girls Rock Camp í Póllandi, sem einnig munu halda rokkbúðir gegn ofbeldi á sama tíma. Lögin sem verða til í báðum búðum verða gefin út á safnplötu sem verður gefin út á netinu.

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til að fara í ævintýraferð, rokka fram á nótt og vinna í einu glæsilegasta upptökuveri landsins – Nánari staðsetning verður auglýst fljótlega.