Læknavaktin með breyttu sniði

Þar sem breytingar hafa verið gerðar á samkomubanni vegna kóróna-veirunnar verður læknavaktin á HSS með breyttu sniði.
Í stað þess að skjólstæðingar mæti á HSS og bíði eftir lausum tíma, munu bókanir fara fram í síma 422-0500, segir í tilkynningu á Facebook-síðu HSS.
Vaktin er frá kl. 15.30 til kl 20.00 virka daga og er tekið á móti tímabókunum frá kl. 8.00.
Deilið endilega og fylgið HSS á Facebook til að fá tilkynningar og fréttir úr starfi stofnunarinnar.