Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar semja við unga körfuknattleiksmenn

Þrír ungir leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur á dögunum og munu leika með liðinu í Dominos-deildinni.

Þeir Arnór Sveinsson (fæddur 2000), Elvar Snær Guðjónsson (fæddur 2000) og Þorbjörn Óskar Arnmundsson (fæddur 1999) eru ungir og efnilegir leikmenn sem munu koma til með að styrkja bæði sig og Keflavík í vetur, segir í tilkynningu frá Keflavík.