Nýjast á Local Suðurnes

Bókabíó í Bókasafni Reykjanesbæjar

Síðasta föstudag hvers mánaðar klukkan 16.30 í vetur verður Bókabíó í Bókasafni Reykjanesbæjar og verður fyrsta sýningin næstkomandi föstudag, 29. september. Í miðju safnsins verður settur upp skjávarpi og þar mun verða sýnd mynd sem gerð er eftir samnefndri bók. Sýndar verða barna-, unglinga- og fjölskyldumyndir.

Fyrsta myndin sem sýnud verður í vetur heitir BFG sem er eftir samnefndri bók Roalds Dahl (Bergrisinn Frómi Góði). Bókin er að sjálfsögðu til í safninu og eru ungir sem aldnir hvattir til að lesa þessa stórgóðu bók áður en horft er á myndina.