Nýjast á Local Suðurnes

Vilja setja upp risaskjá fyrir HM í knattspyrnu

MONAS/Skjasport ehf. hefur sótt um leyfi hjá Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar til uppsetningar á skjá til að bjóða Suðurnesjafólki aðstöðu til að koma saman til að horfa á leiki í Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, sem fram fer í júní.

Risaskjárinn yrði þá staðsettur í skrúðgarðinum. Ráðið tekur vel í erindið og hefur falið sviðsstjóra að vinna málið áfram.

Fyrirtækið stóð fyrir svpaðri uppákomu í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu sem mæltist vel fyrir og var vel sótt þá daga sem veður leyfði.