Nýjast á Local Suðurnes

Ósátt vegna viðtals um Grindavíkurveg – “Algjörlega ekki það sem að ég vildi”

Grindvíkingurinn Lára Lind er ósátt við blaðamenn Vísis.is vegna viðtals sem hún samþykkti að fara í vegna aðstæðna á Grindavíkurvegi. Lára Lind er ósátt við vinnubrögð Vísis, en þó aðallega fyrirsögnina sem blaðamaður kaus að nota, en þar kemur fram að hún hafi kosið að fara í skóla á Akureyri vegna aðstæðna á Grindavíkurvegi.

Lára segir þetta þó vera rétt að vissu leyti, en hún hefði þó kosið að fyrirsögnin tengdist hættum á Grindavíkurvegi frekar en vali sínu á skóla. Facebook-

“Að eyða heilu viðtali og frétt í fyrirsögn um hvaða menntaskóla ég var að hugsa um fyrir 4 árum, en ekki umræðu málsins er eitthvað sem ég fordæmi. “Grindavíkurvegurinn hefur mikil áhrif á ákvarðanir fólks tengt atvinnu eða skóla” eða “Grindavíkurvegurinn hefur ekki svigrúm fyrir nein mistök” hefði verið alvarlegra, sterkara og það sem ég talaði meira inn á. Ég er mjög ósátt við vinnubrögð tengd fréttinni.” Segir Lára Lind meðal annars í Facebook-færslu sinni, sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan.