Nýjast á Local Suðurnes

Yfir 200 skjálftar á Reykjanesi

Yfir 200 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg undanfarna tvo sólarhringa þar af eru þrír yfir 3,0 að stærð og sá stærsti 5,2, en sá fannst vel víðsvegar á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og í Borgarnesi.

Þegar þetta er ritað hafa 215 skjálftar mælst, þar af eru 23 yfir 2,0 að stærð.

Mynd: Veðurstofa / myndin tengist fréttinni ekki beint