Landsvirkjun getur staðið við afhendingu á raforku til United Silicon
Landsvirkjun hefur næga raforku til að standa við samninga við United Silicon um afhendingu raforku til kísilvers fyrirtækisins í Helguvík, þetta kemur fram í Morgunblaðinu.
Er þá miðað við hvað kerfi fyrirtækisins ræður almennt við. Allir viðskiptavinir Landsvirkjunar fá afhent forgangsrafmagn en Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs, bendir um leið á í frétt Morgunblaðsins, að ákveðinn sveigjanleiki sé til staðar til að minnka afhendingu, svo sem vegna slakrar vatnsstöðu eins og raunin hefur verið síðustu ár.
Fyrsti bræðsluofn United Silicon verður ræstur í maí. Hann þarf raforku sem svarar til 35 megawatta afls, samkvæmt raforkusölusamningi sem Landsvirkjun gerði við fyrirtækið á síðasta ári.