Nýjast á Local Suðurnes

Landsvirkjun getur staðið við afhendingu á raforku til United Silicon

Lands­virkj­un hef­ur næga raf­orku til að standa við samn­inga við United Silicon um af­hend­ingu raf­orku til kís­il­vers fyr­ir­tæk­is­ins í Helgu­vík, þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Er þá miðað við hvað kerfi fyr­ir­tæk­is­ins ræður al­mennt við. All­ir viðskipta­vin­ir Lands­virkj­un­ar fá af­hent for­gangsraf­magn en Magnús Þór Gylfa­son, yf­ir­maður sam­skipta­sviðs, bend­ir um leið á í frétt Morg­un­blaðsins, að ákveðinn sveigj­an­leiki sé til staðar til að minnka af­hend­ingu, svo sem vegna slakr­ar vatns­stöðu eins og raun­in hef­ur verið síðustu ár.

Fyrsti bræðslu­ofn United Silicon verður ræst­ur í maí. Hann þarf raf­orku sem svar­ar til 35 meg­awatta afls, sam­kvæmt raf­orku­sölu­samn­ingi sem Lands­virkj­un gerði við fyr­ir­tækið á síðasta ári.