Nýjast á Local Suðurnes

Tónlistarhátíðin Keflavíkurnætur seinna á ferðinni í ár

Tónlistarhátíðin Keflavíkurnætur mun fara fram í október í ár, en hátíðin hefur verið haldin um miðjan ágúst undanfarin ár, við góðar undirtektir Suðurnesjamanna.

Óli Geir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar sagði í samtali við Suðurnes.net að þar sem mikið af hátíðum hafi verið í gangi um allt land í sumar, væri tilvalið að færa þessa fram á haustið.

“Sumarið hefur bara verið pakkað af flottum hatíðum um allt land í ár og óþarfi að keppa við það. Það er minna um að vera í haust og október því tilvalinn.” Sagði Óli Geir.

„Ég held að það sé nokkuð ljóst að Keflavíkurnætur séu komnar til að vera, móttökurnar síðustu þrjú ár hafa verið frábærar og ég vona að Suðurnesjamenn verði í gírnum þetta árið líka – Þó að við séum örlítið seinna á ferðinni.” Sagði Óli Geir.

Keflavíkurnætur hafa heppnast afar vel undanfarin ár, enda hefur verið boðið upp á frábæra tónlistaviðburði á helstu skemmtistöðum bæjarins, þar sem margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins hafa troðið upp, auk þess sem Þýski tónlistarmaðurinn Haddaway tróð upp á hátíðinni á síðasta ári.