Bandaríkjamaður og Breti til liðs við Þróttara

Þróttur í Vogum hefur samið við tvo erlenda leikmenn um að leika með liðinu það sem eftir lifir tímabilsins, Bandaríkjamaðurinn Shane Haley er 24. ára gamall og lék síðast í bandaríska háskólaboltanum, en hann lék sinn fyrsta leik fyrir Þróttara gegn Kára.
Nduka Kemjika er 25 ára og kemur frá Englandi, en hann lék einnig í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Nduka hefur leikið í neðri deildum Englands, meðal annar með Tranmere Rovers.
Þeir verða löglegir á fimmtudaginn þegar Þróttarar heimsækja lið Ægismanna.
Þróttur er sem stendur í fjórða sæti þriðju deildarinnar með 19 stig eftir 12 leiki.