Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi meistari með Malmö

Arnór Ingvi Traustason lagði upp eitt marka Malmö þegar liðið burstaði Sirius 4-0 í sænsku úrvalsdeildinni í dag og tryggði sér þannig sænska meistaratitilinn.

Malmö er með tíu stiga forskot á toppi sænsku deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir og það þýðir að titillinn er í höfn hjá Arnóri og félögum.

Þetta er í annað sinn sem Arnór verður sænskur meistari. Hann vann titilinn með Norrköping árið 2015.