Nýjast á Local Suðurnes

Flugstöðin ræður ekki við tollskoðun og forvottun vegna Bandaríkjaflugs

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri lággjaldaflugfélagsins WOW-air telur að ekki sé mögulegt að taka upp toll- og vega­bréfa­skoðun vegna flugs til Bandaríkjanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við núverandi aðstæður.

Þetta seg­ir Skúli í viðtali sem birt er í í Morg­un­blaðinu í dag. Skúli telur þetta þó vera jákvæða þróun.

„Ég held að þetta geti verið mjög já­kvætt og áhuga­vert. Hins veg­ar und­ir­strik­ar þetta hve aðkallandi það er að laga nú­ver­andi aðkomu og af­greiðslu í flug­stöðinni. Eins og staðan er núna gæti flug­völl­ur­inn eng­an veg­inn höndlað slíka starf­semi.“ Segir Skúli.

Eins og Suðurnes.net greindi frá á laug­ar­dag hafa banda­rísk stjórn­völd hafið skoðun á því hvort mögulegt sé að taka upp banda­ríska toll- og vega­bréfa­skoðun í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Verði slík heim­ild­ veitt mun allt eft­ir­lit sem jafn­an hef­ur farið fram við komu til Banda­ríkj­anna fara fram á Kefla­vík­ur­flug­velli.