Nýjast á Local Suðurnes

Stálu úlpum og veski úr verlsun Bláa lónsins

Erlent par var nýverið staðið að þjófnaði úr verslun Bláa lónsins. Starfsfólk verslunarinnar grunaði það um græsku og gerði lögreglunni á Suðurnesjum viðvart. Lögreglumenn fundu fólkið þar sem það ók eftir vegarslóða við Nesveg og stöðvuðu för þess. Kom þá í ljós að hjúin höfðu tekið ófrjálsri hendi í versluninni tvær úlpur, samtals að verðmæti 165.000 krónur. Einnig snyrtivöruveski merkt Bláa lóninu. Fólkið játaði brot sín.

Þá kom í ljós þegar haft var samband við bílalegu, sem þau höfðu leigt bifreiðina af, að þau áttu að vera búin að skila bílnum fyrir löngu og  var búið að reyna að hafa samband við þau vegna þess í nokkrar vikur en án árangurs.