Nýjast á Local Suðurnes

Logi Gunnarsson verður í hópnum gegn Stjörnunni

Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson sem handarbrotnaði í leik gegn Þór Þorlákshöfn þann 4. mars síðastliðinn, eftir samstuð við Ragnar Nathanelson, mun að öllum líkindum vera í leikmannahópi Njarðvíkinga í kvöld, þegar liðið tekur á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik.

“Ég er náttúrulega búin að vera að hlaupa eins og ég get alveg frá því ég fékk grænt ljós á það. Svo hef ég lauslega verið að prófa hendina með ágætum árangri.  Ég verð í búning í kvöld og við sjáum hvernig ég verð eftir upphitun.” sagði Logi Gunnarsson í samtali við Karfan.is