Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar fá nýjan markvörð

Grindavík hefur fengið markvörðinn Kristijan Jajalo í sínar raðir en þetta staðfesti Óli Stefán Flóventsson þjálfari liðsins við Fótbolta.net í dag.

Að sögn Óla kom Kristijan til landsins á dögunum en beðið er eftir leikheimild fyrir hann. Kristijan er 23 ára gamall en hann kemur frá Bosníu-Hersegóvínu og hefur meðal annars leikið með Dinamo Zagreb. Grindvíkingar hafa komið nokkuð á óvart í sumar og eru í 4. sæti Inkasso-deildarinnar.