Nýjast á Local Suðurnes

Niðurrif togara þarf ekki í umhverfismat

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að Niðurrif togarans Orlik í Helguvík, Reykjanesbæ, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000.

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti, fyrir sitt leyti, í desember á síðasta ári að niðurrif á rússneska togaranum Orlík verði framkvæmt í Helguvík. Togarinn hefur verið staðsettur í Njarðvíkurhöfn undanfarin þrjú ár og hefur nokkrum sinnum litlu munað að af honum hlytist mikið tjón, en tvisvar sinnum hefur hefur togarinn næstum slitið landfestar auk þess sem hann var nærri sokkinn í höfninni.

Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til 5. nóvember 2018.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar er aðgengileg hér .